top of page

Valdefling

Valdefling snýst um að einstaklingur hafi vald yfir sér sjálfum. Með valdi til þess að ákveða fyrir sig sjálfur er hægt að efla sjálfstraust og sjálfs ákvörðunartöku einstaklings. Valdefling gefur því jaðarsettum hópum færi á að taka valdið til sín og geta þeir sem vinna með þeim stuðlað að því með því að hvetja þá til eigin ákvörðunartöku 

Með valeflingu er hægt að stuðla að því að efla heilbrigða sjálfsmynd sem hvetur fólk til þess að bæta félagslegar aðstæður sínar. Til þess að hjálpa einstaklingi að losna undan kúgun er mikilvægt að hann öðlist félagsleg völd til að ná fram breytingum. Það er því lykilatriði að einstaklingur sem er kúgaður sé hvattur með valdeflingu til þess að styðja við samfélagslega þátttöku Hugmyndafræðin hjálpar fólki að takast á við þær hindranir sem geta staðið fyrir þeim meðal annars vegna fötlunar. Valdefling er því gott verkfæri til þess að styðja við og mæla sjálfsfærni, meðal annars til þess að takast á við verkefni. Með valdeflingu er hægt að efla jákvæða sjálfsmynd sem stuðlar að vellíðan og eykur lífsgæði.

Lesefni um valdeflingu

© 2023 by Frístund fyrir alla. Proudly created with Wix.com

bottom of page