top of page

TEACCH

TEACCH eða Treatment and education of autistic and related communication handicapped children var hannað af Eric Schoper við Háskólann í North Carolina.. TEACCH skilgreinist á íslensku sem meðferð og kennsla barna með einhverfu og skyldar boðskiptatruflanir. Með aðferðinni er mikilvægt að mikil samvinna sé á milli foreldra barnanna og sérfræðinga þar sem áhersla er lögð á að sníða aðferðina að einstaklingnum sjálfum. Með henni er hægt að kenna, útskýra dagsskrá einstaklingsins samkvæmt þörfum og getu hans.  TEACCH snýst aðalega um að nota sjónrænan stuðning til að hjálpa einstaklingum að skilja dagskipulag, athafnaröð og umhverfið.

TEACH hjálpar okkur að skilja einhverfu og hjálpar okkur að nálgast einhverfu á einstaklings og fjölskyldu miðaðan hátt. Í könnun sem gerð var á fjölskyldum þar sem einhverfur einstaklingur var í kom í ljós að 30% þeirra notast við TEACCH aðferðina. Jafnframt er mikilvægt að aðferðin sé sett þannig fram að hún ýti undir lærdóm og forðist erfiðar aðstæður sem gætu komið einstaklinginum í uppnám. Rannsóknir hafa sýnt fram á að TEACCH henti einstaklingum með einhverfu og fjölskyldum þeirra virkilega vel. Hún er þó alltaf í endurskoðun, en miðar alltaf að því að gera þau fær um að framkvæma ýmsa hluti án stuðnings. Þessir einstaklingar fá nefnilega ekki oft tækifæri til að efla sjálfstæði sitt í mismunandi aðstæðum vegna þess þeim skortir oftast frumkvæði.

TEACCH líkanið stuðlar að samfelldri þjónustu alla ævi og er meginmarkmiðið að einstaklingurinn geti lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi.

Hægt er að nota TEACCH hugmyndafræðina í öllum aðstæðum, á öllum aldri og á mismunandi getustigum. Sem dæmi má nefna er skipulag í umhverfi, vinnukerfi, stundaskrá eða sjónrænt skipulag. Þar sem börn með einhverfu vilja gjarnan hafa allt skipulagt og sjónrænt, er TEACCH aðferð sem hentar þeim mjög vel. TEACCH gegnir mikilvægi hlutverki fyrir nemendur sérdeildar, þeir vinna verkefni á hverjum degi út frá hugmyndafræðinni TEACCH og er fyrir marga þeirra mjög nauðsynlegt.

© 2023 by Frístund fyrir alla. Proudly created with Wix.com

bottom of page