
Sjálfstætt líf
Sjálfsætt líf felur ekki í sér að einstaklingur sækist í að gerar allt sjálfur og fara í einangrun, öllu heldur snýst það um að einstaklingur með fötlun geti krafist sömu kosta og stjórnað sínu daglegu lífi til jafns við aðra. Þar sem fólk með fötlun eru sérfræðingar í eigin þörfum er nauðsynlegt að þau fái að láta rödd sína heyrast. Hugmyndafræðin byggir á samþættingu ýmissa umhverfis og einstaklingsbundinna þátta sem ýta undir það að fólk hafi stjórn á sínu eigin lífi. Þetta gefur fötluðum börnum tækifæri til þess að hafa valkosti hvernig það vill haga sínu lífi.
Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf gerir kröfur til þess að fatlað fólk geti aflað sér upplýsinga um form þjónustu, aðgengi og hjálpartæki og samgöngur, og húnsnýr að öllu fötluðu fólki, óháð aldri, kyni, kynþætti eða stuðningsþörfum. Mikilvægt er að hvert barn fái tækifæri til að taka ákvarðanir á eigin forsendum. Með hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf er hægt að hjálpa fötluðum börnum að vinna að jöfnum tækifærum, sjálfsákvörðunum og sjálfsvirðingu til jafns við aðra.