
Umhverfi
Þegar umhverfi þar sem börn eiga í félagslegum samskiptum er án aðgreiningar gefst þeim aukið tækifæri til að rækta vinskap og upplifa sig sem hluta af hóp. Þar geta þau þróað hæfni til samskipta og félagslegrar þátttöku. Frístundarheimilum er gert að taka mið af þörfum og þroska hvers barns sem sækir sér þjónustu þess. Umhverfið skal einkennast af virðingu, öryggi og fagmennsku með það markmið að hafa samskipti á jákvæðann hátt. Lykilatriði er að umhverfið sé aðgengilegt og samþykki öll börn óháð fötlun. Til þess að fötluð börn geta tekið þátt á félagslegan hátt er mikilvægt að fjarlægja hindranir. Þegar umhverfið er án aðgreiningar og styður við börnin með vel skipulögðum athöfnum ýtir það undir vináttu, virðingu, skýrar væntingar starfsfólks.
Mikilvægt er að börnin séu virkir þátttakendur í starfi og að þau hafi tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður. Markmið frístundaheimila er einnig að ýta undir áhuga barna á frístundastarfi í umhverfi þar sem börn geta nýtt styrkleika sína og hæfileika.Þegar umhverfið er aðlagað að þörfum barna sem búa við skerðingar og fatlanir er hægt að auka lífsgæði og þátttöku þeirra. Með því að vinna að lausnum á fjölbreyttan hátt, fylgja lögum og reglum eftir í starfi og auka þekkingu á aðgengi er hægt að bæta þátttöku fatlaðra barna.
Lögð er áhersla á að umhverfið sé fjölbreytilegt með undirstrikun á leik af frjálsum toga og að börn hafi val á viðfangsefnum. Með því að hafa skólaumhverfið opið á öllum sviðum með auknu svigrúmi og tækifærum til náms geta fatlaðir nemendur upplifað sig viðurkennda til jafns við aðra. Með skipulögðu umhverfi sem styður við samskipti gerir börnum kleift að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfari og þar af leiðandi virkari í umræðum. Þetta gefur starfsfólki í frístund snertiflöt til þess að skora á nemendur að fara út fyrir núverandi hæfniþrep og með því hjálpa þeim að þróa færni sína á líkamlegan, vitsmunalegan og skapandi hátt.