Frístund fyrir alla
Heim
Markmið frístundar
Frístund án aðgreiningar
Aðgengi
Starfsfólk frístundar
Verkfæri
Upplýsingar
More
Markmið frístundar er að börnum líði vel, að þau séu örugg og er heilbrigð og glöð en einnig er stefnt að því að börnin búi sér til sterka sjálfsmynd og félagsfærni. Nauðsynlegt er að starfsumhverfið sé án aðgreiningar og að það einkennist af hlýju, öryggi og virðingu og að viðfangsefnin sem börnin fást við séu fjölbreytt og mótist af áhuga barna þar sem þau geta nýtt styrkleika sína og hæfileika.
Mikilvægt er að hafa aðgengi að upplýsingum, nauðsynlegum hjálpartækjum, aðlögun og stuðning fyrir öll börn. Með því að passa upp á að sem fæst börn séu útilokuð og þjálfa starfsfólk til að skilja betur þarfir barna er hægt að auka aðgengi barna að tómstundum. Þetta er einnig hægt með því að veita upplýsingar um tómstundir á auðskiljanlegan hátt og hvetja fötluð börn til að taka þátt í verkefnum sem tengist tómstundastarfi
Lögð er áhersla á að starfsfólk frístundar sýni fagleg vinnubrögð. Ef við skoðum starfsvettvang eins og frístund er mikilvægt að hafa á hreinu hvaða hlutverk og verkfæri starfsfólk ætti að nýta sér í því starfi. Verkfæri sem nýtast í þjónustu við börn í frístund er fjölbreytt og mörg. Verkfæri á borð við hugmyndafræði, skipulag og einstaklingsmiðuð þjónusta gefa starfsfólki frístundar kost á því að mæta þörfum hvers og eins.