top of page

Frístund án aðgreiningar
Þegar umhverfið þar sem börn eiga í félagslegum samskiptum er án aðgreiningar gefst þeim aukið tækifæri til að rækta vinskap og upplifa sig sem hluta af hóp. Þar geta þau þróað hæfni til samskipta og félagslegrar þátttöku. Lykilatriði er að umhverfið sé aðgengilegt og samþykki öll börn óháð fötlun.
Frístundastarf er mikilvægt í samfélagsþátttöku barna og þarf að virða það að allir meðlimir geti tekið fullan þátt í þeim athöfnum sem í boði eru. Einnig eru þættir eins og aðgengi, öryggi, áhugi, samvera og góðir og menntaðir starfsmenn mikilvægir hlutir sem þarf að hafa í frístundinni svo hún geti verið talin sem gæða frístund
Frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn, hlutverk, leiðarljós, markmið og viðmið
bottom of page