
Aðgengi
Mikilvægt er að hafa aðgengi að upplýsingum, nauðsynlegum hjálpartækjum, aðlögun og stuðning fyrir öll börn. Með því að passa upp á að sem fæst börn séu útilokuð og þjálfa starfsfólk til að skilja betur þarfir barna er hægt að auka aðgengi barna að tómstundum. Þetta er einnig hægt með því að veita upplýsingar um tómstundir á auðskiljanlegan hátt og hvetja fötluð börn til að taka þátt í verkefnum sem tengist tómstundastarfi

Í 9. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um aðgengi. Í greininni kemur meðal annars fram að aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir sem gera fötluðu fólki kleift að taka fullan þátt í mannlífinu á öllum sviðum, tryggja fötluðu fólki aðgang til jafns við aðra í umhverfi, samskiptum og að þjónustu (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks 9. grein /2007).