top of page

Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir
Þar sem að börn tjá sig á ólíkan hátt er mikilvægt að átta sig á óhefðbundnum tjáskiptaleiðum til þess að skilja betur þarfir barna. Tjáskipti geta verið framkvæmd á margan mismunandi hátt, það getur verið með tali, táknum, svipbrigði, bendingar og látbragði. Það er mikilvægt að búa til tækifæri til að börn geti svarað þótt þau hafi ekki mál. Þótt svo að börnin tali ekki er ekki hægt að gera ráð fyrir því að þau skilji ekki talað mál. Það er mikilvægt að það sé sýnt þeim með ákveðnum hætti sem þau skilja, til dæmis með bendingum, hlutum, táknum eða myndum
bottom of page